Við erum hreyfiafl þróunar & vaxtar

Hjá Langasjó starfar öflug liðsheild sem sameinar nýsköpun, reynslu og virðisaukandi lausnir í matvælaframleiðslu og húsnæðisuppbyggingu. Við vinnum markvisst að því að skapa tækifæri og styðja við sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi. Með því að efla heimili, atvinnulíf og innviði tökum við virkan þátt í að móta framtíðina – sem hreyfiafl vaxtar, framfara og samfélagslegrar ábyrgðar.

„Við fjárfestum til framtíðar, sköpum verðmæti

og opnum nýjar leiðir.“

Dóttur- og hlutdeildarfélög

  • Mata hf. er leiðandi fyrirtæki á íslenskum markaði í sölu og dreifingu á ferskum ávöxtum og grænmeti.

  • Salathúsið ehf. var stofnað árið 1991 og hefur frá upphafi verið í fararbroddi á Íslandi í framleiðslu ferskra og bragðgóðra matvæla.

  • Matfugl ehf. í Mosfellsbæ hóf rekstur 14. nóvember 2003.  Afurðir fyrirtækisins eru hrár, ferskur kjúklingur auk fullunninnar vöru sem eru seldar um allt land.

  • Síld og fiskur ehf. framleiðir og selur fjölbreyttar matvörur undir vörumerkinu Ali, sem er eitt þekktasta og rótgrónasta vörumerki landsins.

  • Alma íbúðafélag hf. er sjálfstætt fasteignafélag í eigu Langasjávar ehf. og gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu og rekstri íbúðarhúsnæðis á Íslandi.

  • Verkgarðar ehf. er dótturfélag Langasjávar og sérhæfir sig í þróun, hönnun og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis með áherslu á gæði, hagkvæmni og sjálfbærni.

  • Freyja ehf. er elsta starfandi sælgætisgerð landsins og hefur verið ómissandi hluti af íslenskri sælgætismenningu í yfir heila öld.

  • Eik fasteignafélag var stofnað árið 2002 sem sérhæft fyrirtæki í eignarhaldi og útleigu á atvinnuhúsnæði | ~34% Eignahlutfall

  • Brimgarðar

    Description goes here
  • Fjallasól

    Description goes here
  • NES þróunarfélag

    Description goes here
  • Ylma

    Description goes here

Fjölmiðlatorg

Hér má finna kynningarefni og vörumerki Langasjávar í ýmsum útgáfum og litavali.
Allt efnið er hannað með samræmda ímynd fyrirtækisins í huga og má nota í kynningar, markaðsefni og önnur samskipti þar sem vörumerkið kemur fram. Heimilt er að nota merkið í þeim útgáfum og litum sem hér eru birt, enda sé gætt að réttri notkun í samræmi við leiðbeiningar um vörumerkjastíl.

Langisjór - Edda & Atli

Hafðu Samband

Ertu með fyrirspurn eða vilt þú heyra frá okkur? Fylltu út formið hér að neðan og við höfum samband við þig eins fljótt og auðið er.

📞 Sími: 412-1350 ✉️ Netfang: langisjor@langisjor.com