FREYJA
Freyja ehf. er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi, stofnuð umbrotaárið 1918. Freyja er sælgætisgerð Íslendinga og framleiðir söguleg sælgæti undir nokkrum af ástsælustu vörumerkjum landsins sem eru Rís, Draumur, Djúpur, Mix og Freyju súkkulaði. Eftir meira en heila öld af sælgætisframleiðslu endurspeglar saga og andi Freyju þjóðaranda Íslendinga sem einkennist af íslenskri bjartsýni.
Bragð og gæði eru höfð í hávegum hjá Freyju, það er öllum fimmtíu starfsmönnum félagsins kappsmál að framleiða og markaðssetja sælgæti sem kallar fram bragðgóðar íslenskar minningar. Hvort sem það er fyrir íslenskan markað eða til útlnings þar sem sælgætið frá Freyju er í stöðugri sókn. Nýsköpun og vöruþróun Freyju er ætluð að stuðla að varanlegum vexti og er það markmið að vörunýjungar verði hluti af fleiri gleðistundum, skemmtilegum hefðum og góðum minningum hjá þjóðinni.
Framkvæmdastjóri
Pétur Thor Gunnarsson
Tölvupóstur
Sími
540-4500
Heimilisfang
Vesturvör 36, 200 Kópavogur