Hlutverk Langasjávar

Langisjór ehf. er eignarhaldsfélag í fjölskyldu eigu. Hlutverk félagsins er að stýra fjárfestingum innan og utan samstæðunnar með hagkæmum og virðisaukandi hætti. Langisjór hefur virka aðkomu á sjö rekstrarfélögum í þeirra eigu: Ölmu íbúðarfélags, Freyju, Mata, Matfugls, Salathússins, Síldar & fisks og Verkgarða með því að veita dótturfélögum öfluga stoðþjónustu til að styðja við stöðugan vöxt, ný tækifæri og verðmætasköpun.

 

Langisjór veitir sérhæfða þjónustu á sviði fjármála, mannauðsmála, markaðsmála, viðskiptaþróunar og stafrænnar umbreytingar. Félagið sér einnig um rekstur og umsjón með fasteignum samstæðunnar. Langisjór sinnir upplýsingagjöf til fjárfesta og almennings og stuðlar að gagnsæi og trausti í starfsemi samstæðunnar.

Rætur Langasjávar

Langisjór er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna, auk fjölskyldna þeirra.

Tímalína Langasjávar

1922 – Stofnun heildsölunnar Eggert Kristjánssonar & Co.

1966 – Uppskipting rekstursins eftir andlát Eggerts.

1974 – Rekstur endurskipulagður.

1986 – Stofnun Mata hf. Grænmetis og ávaxtaheildsala.

1988 – Salathúsið stofnað. Framleiðslufyrirtæki á brauð- og matarsalötum undir merkjum Eðalsalat, Salathússins og Stjörnusalats.

2003 – Félagið Matfugl er keypt. Leiðandi matvælaframleiðandi sem sérhæfir sig í afurðum unnum úr kjúklingakjöti.

2005 – Félagið Síld og Fiskur er keypt. Leiðandi framleiðandi á vörunum unnu úr grísakjöti undir vörumerkinu Ali, einu stærsta íslenska vörumerkinu á matvælamarkaði.

2005 –  Stofnun móðurfélagsins Langisjór.

2021 – Langisjór festir kaupir á Ölmu íbúðafélagi. Sjálfstætt fasteignafélag með íbúðir til útleigu fyrir einstaklinga.

2022 – Verkgarðar stofnað til að halda utan um fasteignafélög samstæðunnar sem sérhæfir sig í þróun og uppbyggingu á íbúðarhúsnæði. 

2025 – Vesturbakki rís. Íbúðarhúsnæði með 118 glæsilegum íbúðum með sjávarsýn á umbreytingarreit á Kársnesinu.