SÍLD & FISKUR

Síld og fiskur ehf. framleiðir og selur matvæli undir vörumerkinu Ali, sem er eitt þekktasta og rótgrónasta vörumerki landsins. Saga Síldar og fisks spannar áratugi og byggir á trausti, gæðum og nýsköpun. Arfur félagsins og ímynd vörumerkisins Ali er mikilvægur þáttur í velgengni fyrirtækisins á íslenskum matvörumarkaði sem einn stærsti framleiðandi landsins á afurðum unnum úr grísakjöti.

Fyrirtækið býr yfir öflugum og góðum tækjabúnaði sem tryggir stöðugleika og gæði í framleiðsluferlinu. Áhersla er lögð á strangar gæðakröfur, matvælaöryggi og skilvirkni í allri vinnslu. Jafnframt er markviss vöruþróun mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækisins, þar sem hlustað er á þarfir og væntingar neytenda með það að markmiði að bjóða upp á nýjar og spennandi vörur neytendum til hagsbóta.

Framkvæmdastjóri

Sveinn Vilberg Jónsson

Tölvupóstur

sala@matfugl.is

Sími

412-1400

Heimilisfang

Sundagarðar 10 , 104 Reykjavík