SALATHÚSIÐ
Salathúsið ehf. var stofnað árið 1991 og hefur frá upphafi verið í fararbroddi á Íslandi í framleiðslu ferskra og bragðgóðra matvæla. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á fjölbreyttum matarsalötum, pestó, hummus, sósum, brauðsalötum, skornum ávöxtum og grænmeti. Vörurnar eru framleiddar með gæði, ferskleika og þægindi að leiðarljósi fyrir bæði neytenda- og veitingamarkað.
Hjá Salathúsinu starfar fjölbreyttur hópur sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði matvælaframleiðslu. Öryggi og gæðamál eru í hávegum höfð í allri starfsemi fyrirtækisins og er stöðugt unnið að umbótum og nýsköpun til að mæta síbreytilegum þörfum markaðarins.
Framkvæmdastjóri
Jóhann Steinn Eggertsson
Tölvupóstur
Sími
Heimilisfang
Sundagarðar 10 , 104 Reykjavík