MATFUGL

Matfugl ehf. hóf rekstur 14. nóvember 2003.  Afurðir fyrirtækisins eru hrár, ferskur kjúklingur auk fullunninnar vöru sem eru seldar um allt land.

Aðalstarfsstöð Matfugls er í Móastöðinni, Völuteig 2, Mosfellsbæ. Þar er slátrun, kjötvinnsla, fullvinnsla, lager og dreifing auk skrifstofu. Að auki er Matfugl með starfsstöðvar víða um landið þar sem landbúnaðarhluti fyrirtækisins fer fram. Gaman er að geta að starfsemi Matfugls fer fram í öllum kjördæmum landsins, að Reykjavík - Suður undanskildu.

Skilgreint hlutverk Matfugls er ræktun og eldi alifugla, slátrun þeirra og framleiðsla afurða unnum úr kjúklingakjöti, til neytenda á Íslandi.
Matfugl sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á kjúklingaafurðum. Fyrirtækið er með eigið eldi, slátrun og vinnslu á kjúklingi og er leiðandi  á sínu sviði.
Matfugl vinnur eftir ströngustu gæðakröfum og hefur m.a. starfandi dýralækni sem hefur eftirlit með öllu framleiðsluferli fyrirtækisins. Helstu vörumerki Matfugls eru Móar, Ali kjúklingur, Íslandsfugl og Matfugl.  Auk þess sérframleiðir Matfugl vörur fyrir stærstu matvöruverslanir landsins.

Framkvæmdastjóri

Sveinn Vilberg Jónsson

Tölvupóstur

sala@matfugl.is

Sími

412-1400

Heimilisfang

Sundagarðar 10 , 104 Reykjavík