Sjálfbærnistefna

1. Tilgangur og markmið

Langisjór ehf. og dótturfélög þess (Alma íbúðafélag hf., Freyja ehf., Mata hf., Matfugl ehf., Salathúsið ehf., Síld og fiskur ehf. og Verkgarðar ehf.) leggja sjálfbærni til grundvallar allri starfsemi sinni.

Félagið hefur víðtæk áhrif í gegnum eignasafn sitt, viðskiptasambönd og starfsfólk. Sjálfbærnistefnan er liður í því að sýna samfélagslega ábyrgð, hvetja til meðvitundar um umhverfismál og setja skýrar kröfur til bæði okkar sjálfra og samstarfsaðila.

2. Stefnan

Stefnan byggir á þremur meginstoðum sjálfbærrar þróunar:

Umhverfislegir þættir

  • Minnkun orkunotkunar og sóunar

  • Vistvæn innkaup og umhverfisvæn framleiðsla

  • Endurvinnsla og flokkun

  • Kolefnisbinding með skógrækt

  • Notkun náttúruauðlinda á ábyrgan hátt

  • Áhersla á endurnýjanlega orku

Félagslegir þættir

  • Jafnrétti og jafnlaunavottun

  • Öruggur, heilbrigður og fjölskylduvænn vinnustaður

  • Stuðningur við starfsánægju og jafnvægi vinnu og einkalífs

  • Ekkert umburðarlyndi gagnvart einelti, ofbeldi eða mútum

  • Virðing fyrir mannréttindum í allri starfsemi

Stjórnarhættir

  • Góðir viðskiptahættir og skynsamleg nýting fjármagns

  • Fylgni við lög, reglur og leiðbeiningar um góða stjórnarhætti

  • Starfs- og siðareglur sem stýra daglegum störfum

3. Samþætting við heimsmarkmið SÞ

Langisjór styður við eftirfarandi heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna:

  • Jafnrétti kynjanna

  • Sjálfbær orka

  • Góð atvinna og hagvöxtur

  • Ábyrg neysla og framleiðsla

4. Mælanleg markmið

Flokkur Markmið Starfsumhverfi Jafnlaunavottun, aukin starfsánægja, jafnvægi vinnu og einkalífs Orka & Umhverfi Minnkun orkunotkunar, fjölgun rafbílahleðslustöðva, vistvæn innkaup Fjárhagslegir þættir Græn fjármögnun, raunávöxtun eiginfjár, hátt eiginfjárhlutfall Framleiðsla Minnka sóun, endurskoða aðfangakeðju út frá umhverfissjónarmiðum

5. Ábyrgð og innleiðing

  • Stjórn Langasjávar samþykkir stefnuna fyrir alla samstæðuna.

  • Ef strangari kröfur eru í dótturfélögum, gilda þær.

  • Framkvæmdastjórar bera ábyrgð á að stefnan sé innleidd í daglegan rekstur og endurskoðuð árlega.

  • Stefnan skal vera aðgengileg öllum starfsmönnum og þeim skylt að kynna sér hana og vinna eftir henni.

6. Samþykkt

Þannig samþykkt af stjórn Langasjávar ehf. þann 26. nóvember 2024:

  • Guðný Edda Gísladóttir

  • Eggert Árni Gíslason

  • Gunnar Þór Gíslason

  • Halldór Páll Gíslason