Mannauðsstefna

Mannauðsstefna Langasjávar tekur til móðurfélagsins, Langisjór ehf., og allra dótturfélaganna: Matfugl ehf., Síldar og Fiskur ehf., Mata hf., Salathúsið ehf., Ölmu íbúðafélagi hf., Freyju ehf., og Verkgarðar ehf.

Markmið Langasjávar er að laða að, þróa og halda í hæfileikaríkt starfsfólk, og skapa jákvætt og fjölbreytt starfsumhverfi. Við leggjum áherslu á jafnrétti og jöfn tækifæri fyrir alla starfsfólk okkar, með virðingu fyrir fjölmenningu sem ríkir innan samstæðunnar.

1. Jafnrétti

Langisjór tryggir að allar ákvarðanir sem varða mannauðsmál eru teknar með jafnréttissjónarmiði að leiðarljósi.

  • Jafnlaunastefna: Gagnsæjar launaákvarðanir og jafnræði við launagreiðslur, í samræmi við lög 86/2018.

  • Jafnréttisáætlun: Reglubundnar úttektir og greiningar á launamun og stöðu jafnréttismála innan samstæðunnar.

2. Starfsánægja

Starfsánægja er lykilþáttur í góðu vinnuumhverfi. Ánægt starfsfólk skilar betri frammistöðu, eykur samvinnu og stuðlar að jákvæðri vinnumenningu.

  • Reglubundnar mælingar eru framkvæmdar til að kanna hvernig starfsfólk líður á vinnustaðnum.

  • Markmið okkar er að skapa umhverfi þar sem öllum líði vel og geti verið þeir sjálfir.

3. Ráðningar

Langisjór og dótturfélögin leggja áherslu á að laða að hæfileikaríkt starfsfólk með faglegum og jafnréttisfræðilegum hætti.

  • Jafnréttisráðningar: Öllum umsækjendum er tryggt jafnræði óháð kyni, aldri, uppruna og kynhneigð.

  • Gagnsæ viðtalsferli: Við tryggjum sanngjarna og vel rökstudda ákvörðun við val umsækjenda.

  • Starfslýsingar: Liggja fyrir áður en störf eru auglýst, með skýrum upplýsingum um ábyrgð og kröfur.

4. Starfsþróun og Fræðsla

Starfsþróun og símenntun eru mikilvægar til að auka faglega þekkingu og hæfni starfsfólks.

  • Langisjór og dótturfélögin bjóða starfsfólki tækifæri til símenntunar og starfsþróunar.

  • Hvatt er til þess að starfsfólk taki ábyrgð á eigin þekkingu og leiti nýrra tækifæra í þekkingaröflun.

  • Reglubundin þjálfun og fræðsla fara fram fyrir allt starfsfólk.

Starfsþjálfun nýrra starfsmanna:

  • Fyrstu kynni nýrra starfsmanna skiptir miklu máli, og því er vönduð starfsþjálfun tryggð til að stuðla að góðri aðlögun og jákvæðri upplifun.

5. Menning

Menningin í Langasjó og dótturfélögunum byggist á samvinnu, fjölbreytni og sköpun.

  • Fjölmenning: Við erum staðráðin í að skapa vinnuumhverfi þar sem allir starfsmenn geta notið sín og þróast.

  • Upplýsingaflæði og traust: Heilbrigð samskipti og samvinna milli starfsfólks og stjórnenda eru lykilatriði til að byggja upp góðan starfsanda.

  • Viðburðir utan vinnutíma: Til að styrkja tengsl og samstarf milli starfsmanna, bjóðum við upp á ýmsa viðburði skipulagða af fyrirtækinu eða starfsmannafélögunum.

Langisjór vinnur náið með starfsfólki til að skapa jákvætt og vönduð vinnuumhverfi þar sem allir fá jöfn tækifæri til að vaxa og þróast.