Jafnréttisstefna
Langisjór greiðir starfsmönnum sínum jöfn laun óháð kyni, í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Fyrirtækið tryggir að starfsmenn njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, samkvæmt Jafnlaunastaðli IST 85:2012.
1. Ábyrgðaraðili
Mannauðsstjóri Langasjávar ber ábyrgð á jafnlaunastefnu fyrirtækisins.
Framkvæmdastjóri sér um launaákvarðanir í samstarfi við mannauðsstjóra og tryggir að allar ákvarðanir séu í samræmi við jafnlaunastefnuna.
2. Launaendurskoðun
Mannauðsstjóri fer yfir laun starfsmanna einu sinni á ári með framkvæmdastjóra. Markmið yfirferðarinnar er að tryggja að Langisjór fylgi eftir jafnlaunastefnu og að samræmi sé í öllum launagreiðslum.
3. Launaákvarðanir
Allar launaákvarðanir byggja á og eru í samræmi við kjarasamninga og starfslýsingar sem lýsa þeim kröfum sem gerðar eru til viðkomandi starfs. Laun eru ákvarðuð með hliðsjón af eftirfarandi þáttum:
Menntun
Starfsreynslu
Ábyrgð
Frumkvæði
Vinnuaðstæðum
Langisjór tryggir jöfn tækifæri fyrir alla starfsmenn óháð kyni og vinnur að því að koma í veg fyrir kynbundinn launamun.
4. Markmið og útfærsla
Til að ná þessum markmiðum mun Langisjór:
Innleiða og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi byggðu á Jafnlaunastaðli IST 85:2012.
Fylgja viðeigandi lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma.
Framkvæma árlega launagreiningu, þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf, til að tryggja að kynbundinn launamunur sé ekki til staðar.
Greina niðurstöður launagreiningar með stjórnendum og kynna þær fyrir starfsmönnum.
Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
Gera innri úttekt og láta stjórnendur rýna stefnuna árlega.
Gera stefnuna aðgengilega almenningi á vefsíðu fyrirtækisins.
Langisjór vinnur markvisst að því að tryggja jafnrétti og samræmi í öllum launagreiðslum og að veita starfsfólki jafna tækifæri óháð kyni.